Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Opna þarf nýtt sóttkvíarhótel á morgun vegna mikils fjölda farþega sem er væntanlegur til landsins frá áhættusvæðum. Við ræðum við fulltrúa Rauða krossins um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og útlit fyrir að tekist hafi að ná utan um hópsýkingu í Þorlákshöfn.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda.

Við hlustum á ljúfa tóna lúðrasveitar verkalýðsins sem lék vel valin lög fyrir borgarbúa á degi verkalýðsins og kynnum okkur bólusetningarátak pólskra yfirvalda.

Þá kynnum við okkur líftæknifyrirtækið Algalíf í Reykjanesbæ sem ætlar að þrefalda framleiðslu sína á næstunni.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.