Fótbolti

Svein­­dís Jane borin af velli í sigri Kristian­stad | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í landsleik gegn Ítalíu á dögunum.
Sveindís Jane Jónsdóttir í landsleik gegn Ítalíu á dögunum. Getty/Matteo Ciambelli

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var borin af velli í 1-0 sigri Kristianstad á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Anna Welin kom gestunum í Kristianstad yfir strax á 12. mínútu og var Íslendingaliðið 1-0 yfir í hálfleik. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik meiddist Sveindís Jane og þurfti að bera hana af velli. 

Skelfilegt fyrir hina 19 ára gömlu Sveindísi en hún hafði byrjað tímabilið af krafti og skorað tvö mörk í tveimur leikjum til þessa. Hér má sjá myndband af atvikinu á vef Aftonbladet.

Fór það svo að leiknum lauk með 1-0 sigri Kristianstad. Liðið nú komið með sjö stig að loknum þremur umferðum. 

Sif Atladóttir kom inn af bekknum hjá Kristianstad síðustu 20 mínútur leiksins og hjálpaði liðinu að sigla sigrinum heim. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir sem fyrr þjálfari liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.