Innlent

Síðasta degi aðal­með­ferðar frestað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Marek Moszczynski mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag.
Marek Moszczynski mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag. Vísir/vilhelm

Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku.

Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag. Vitnaleiðslur stóðu svo yfir í þrjá daga en málflutningur átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Honum var hins vegar frestað fram í næstu viku vegna veikinda, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er búið að ákveða hvaða dag aðalmeðferðin hefst á ný.

Marek neitar sök og er jafnframt metinn ósakhæfur. Fram hefur komið við aðalmeðferðina nú í vikunni að hann hafi sýnt af sér einkennilega hegðun í aðdraganda eldsvoðans og verið í maníu þegar bruninn varð. Áfall sem hann varð fyrir á spítala skömmu fyrir brunann hafi mögulega komið veikindum hans af stað. Þrír létust í brunanum, allt pólskir ríkisborgarar á þrítugsaldri.


Tengdar fréttir

Gjör­breyttur eftir á­fallið á spítalanum

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað.

Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð

Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×