Lífið

Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ljósmyndari Vísis skoðaði Sky Lagoon í Kópavogi í dag.
Ljósmyndari Vísis skoðaði Sky Lagoon í Kópavogi í dag. Vísir/Vilhelm

Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna.

Sky lagoon á að skapa 110 störf, en framkvæmdastjóri er Dagný Pétursdóttir.  Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna.

Vísir/Vilhelm

Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabyggingu.

„Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina,“ segir Dagný framkvæmdastjóri lónsins.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Sky Lagoon opnar á Kársnesi í KópavogiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson
Sky Lagoon opnar á Kársnesi í KópavogiVísir/Vilhelm
Sky Lagoon opnar á Kársnesi í KópavogiVísir/Vilhelm
Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í tíu ár.Vísir/Vilhelm
Fiskibeinamunstur er í einum útveggjanna, en hann er úr torfi.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×