Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 08:08 Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fjórir milljarðar króna. Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Í tilkynningu segir að um sé að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára og sé áætlaður framkvæmdakostnaður um 4 milljarðar. Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í tíu ár. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021 og eru framkvæmdir sagðar vel á áætlun. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig Sky Lagoon á að líta út. Í tilkynningunni segir að baðlónið verði með sjötíu metra löngum óendanleikakanti sem gefi þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft sé úr lóninu. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. Í tilkynningunni er haft eftir Dagnýju að í lóninu muni viðskiptavinir ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um íslenska kletta með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á höfuðborgarsvæðinu. Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún hefur áður verið framkvæmdastjóri Bláa lónsinsSky lagoon „ Þessi staðsetning er mögnuð þar sem gulur og bleikur himinn sést í sólsetri, sjórinn lemst utan í varnargarðinn, kyrrðin er einstök í góðu veðri og þessi óendanlega sýn; Keilir, Reykjanesið, Bessastaðir, Snæfellsjökull, sjórinn skerin, öldurnar og himininn sem stöðugt breytist. Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til; Sky Lagoon“, segir Dagný um nýja nafnið. „Merkið okkar er svo bein skírskotun í náttúru, jörðina og hafið,“ segir Dagný. Dagný var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi framkvæmdina. Hlusta má á viðtalið að neðan. Kópavogur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Í tilkynningu segir að um sé að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára og sé áætlaður framkvæmdakostnaður um 4 milljarðar. Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í tíu ár. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021 og eru framkvæmdir sagðar vel á áætlun. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig Sky Lagoon á að líta út. Í tilkynningunni segir að baðlónið verði með sjötíu metra löngum óendanleikakanti sem gefi þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft sé úr lóninu. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. Í tilkynningunni er haft eftir Dagnýju að í lóninu muni viðskiptavinir ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um íslenska kletta með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á höfuðborgarsvæðinu. Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún hefur áður verið framkvæmdastjóri Bláa lónsinsSky lagoon „ Þessi staðsetning er mögnuð þar sem gulur og bleikur himinn sést í sólsetri, sjórinn lemst utan í varnargarðinn, kyrrðin er einstök í góðu veðri og þessi óendanlega sýn; Keilir, Reykjanesið, Bessastaðir, Snæfellsjökull, sjórinn skerin, öldurnar og himininn sem stöðugt breytist. Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til; Sky Lagoon“, segir Dagný um nýja nafnið. „Merkið okkar er svo bein skírskotun í náttúru, jörðina og hafið,“ segir Dagný. Dagný var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi framkvæmdina. Hlusta má á viðtalið að neðan.
Kópavogur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira