Viðskipti innlent

Bað­lónið á Kárs­nesi komið með nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fjórir milljarðar króna.
Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fjórir milljarðar króna.

Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Í tilkynningu segir að um sé að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára og sé áætlaður framkvæmdakostnaður um 4 milljarðar.

Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í tíu ár. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021 og eru framkvæmdir sagðar vel á áætlun.

Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig Sky Lagoon á að líta út.

Í tilkynningunni segir að baðlónið verði með sjötíu metra löngum óendanleikakanti sem gefi þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft sé úr lóninu.

Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland.

Í tilkynningunni er haft eftir Dagnýju að í lóninu muni viðskiptavinir ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um íslenska kletta með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á höfuðborgarsvæðinu.

Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún hefur áður verið framkvæmdastjóri Bláa lónsinsSky lagoon

„ Þessi staðsetning er mögnuð þar sem gulur og bleikur himinn sést í sólsetri, sjórinn lemst utan í varnargarðinn, kyrrðin er einstök í góðu veðri og þessi óendanlega sýn; Keilir, Reykjanesið, Bessastaðir, Snæfellsjökull, sjórinn skerin, öldurnar og himininn sem stöðugt breytist. Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til; Sky Lagoon“, segir Dagný um nýja nafnið. „Merkið okkar er svo bein skírskotun í náttúru, jörðina og hafið,“ segir Dagný.

Dagný var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi framkvæmdina. Hlusta má á viðtalið að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×