Solskjær um ummæli sín um Roma: „Ekki virðingarleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 07:01 Ole Gunnar Solskjær vonast til að koma Manchester United skrefi nær úrslitaleik í kvöld. Getty/Matthew Peters Fyrir nokkru síðan sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, að hann þekkti ekki Roma-liðið og vissi ekki hvað biði United í Evrópudeildinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira