Lífið

Vand­ræða­legasta upp­á­koman: Bjarni Ben missti símann ofan í klósettið í breska þinginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur skemmtilegar sögur frá skemmtilegu fólki.
Heldur betur skemmtilegar sögur frá skemmtilegu fólki. vísir/vilhelm/hjalti

Þá er komið að lokaþættinum í Einkalífinu fyrir sumarfrí. Alls mættu átta gestir í þáttinn eftir áramót og fengu allir sömu spurninguna eftir að tökum lauk.

Gestirnir átta voru þau: Bjarni Benediktsson, Unnur Eggertsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Logi Pedro Stefánsson, Patrekur Jaime, Halldóra Mogensen og Jóhannes Ásbjörnsson.

Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?

Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg.

Til að mynda sagði Bjarni Ben sögu frá því þegar hann missti símann ofan í klósettið í breska þinghúsinu. Logi Pedro sagði martraðarsögu þegar hann hitti tengdafjölskylduna í fyrsta sinn. Svo má segja að saga Þórunnar Ernu Clausen steli í raun senunni.

Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur. Gleðilegt sumar. 

Klippa: Sumarþátturinn 2021 - Vandræðalegasta uppákoman





Fleiri fréttir

Sjá meira


×