Fannst sínir menn eiga skilið að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2021 22:00 Það rigndi duglega í Madríd í kvöld. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var sáttur við frammistöðu sinna manna er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna leikinn. „Við byrjuðum leikinn mjög, mjög vel. Við spiluðum af miklu hugrekki og sýndum þau gæði sem við búum yfir. Við áttum skilið að vinna fyrri hálfleikinn, við fengum færin. Því miður skora þeir eftir fast leikatriði, það var í raun eina færið sem þeir fengu þar sem við gáfum þeim engin færi,“ sagði Tuchel við BT Sport að leik loknum. „Staðan í hálfleik var svekkjandi, Við þurftum að halda ró okkar og passa okkur að missa ekki sjálfstraustið niður. Síðari hálfleikurinn var mjög taktískur og þú gast fundið að við vorum orðnir þreyttir. Við fengum aðeins nokkra daga til að jafna okkur eftir erfiðan útileik og við verðum því að lifa með því að leikurinn hafi endað 1-1.“ „Markið okkar var fyllilega verðskuldað og við hefðum átt að skora allavega eitt til viðbótar. Við fengum á okkur mark upp úr engu og það getur alltaf gerst gegn liðum með frábæra einstaklinga,“ sagði þýski þjálfarinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fannst Chelsea spila vel en hrósaði Benzema fyrir frábært mark César Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, fannst sínir menn eiga nokkuð fínan leik er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Allt galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. 27. apríl 2021 21:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn mjög, mjög vel. Við spiluðum af miklu hugrekki og sýndum þau gæði sem við búum yfir. Við áttum skilið að vinna fyrri hálfleikinn, við fengum færin. Því miður skora þeir eftir fast leikatriði, það var í raun eina færið sem þeir fengu þar sem við gáfum þeim engin færi,“ sagði Tuchel við BT Sport að leik loknum. „Staðan í hálfleik var svekkjandi, Við þurftum að halda ró okkar og passa okkur að missa ekki sjálfstraustið niður. Síðari hálfleikurinn var mjög taktískur og þú gast fundið að við vorum orðnir þreyttir. Við fengum aðeins nokkra daga til að jafna okkur eftir erfiðan útileik og við verðum því að lifa með því að leikurinn hafi endað 1-1.“ „Markið okkar var fyllilega verðskuldað og við hefðum átt að skora allavega eitt til viðbótar. Við fengum á okkur mark upp úr engu og það getur alltaf gerst gegn liðum með frábæra einstaklinga,“ sagði þýski þjálfarinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fannst Chelsea spila vel en hrósaði Benzema fyrir frábært mark César Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, fannst sínir menn eiga nokkuð fínan leik er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Allt galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. 27. apríl 2021 21:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Fannst Chelsea spila vel en hrósaði Benzema fyrir frábært mark César Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, fannst sínir menn eiga nokkuð fínan leik er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Allt galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. 27. apríl 2021 21:29