Stelpur næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2021 07:00 Samkvæmt nýrri rannsókn eru táningsstúlkur sem æfa fótbolta næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar. Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sýnir fram á að stelpur á táningsaldri eru næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar á sama aldri við að spila fótbolta. Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari. Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira