Stelpur næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2021 07:00 Samkvæmt nýrri rannsókn eru táningsstúlkur sem æfa fótbolta næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar. Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sýnir fram á að stelpur á táningsaldri eru næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar á sama aldri við að spila fótbolta. Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari. Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari.
Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira