Gary Neville: Guardiola gæti vel verið sá besti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 14:30 Pep Guardiola hefur unnið níu titla með Manchester City frá því að hann kom til félagsins árið 2016. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnusérfræðingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville talar afar vel um Pep Guardiola og Manchester City í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira
Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira