Innlent

Sig­ríður Dögg nýr for­maður Blaða­manna­fé­lagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýr formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýr formaður Blaðamannafélags Íslands. Press.is

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, er nýr formaður Blaðamannafélags Íslands. Formannskjöri lauk í gærkvöldi og voru úrslit kynnt í hádeginu.

Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að Sigríður Dögg hafi fengið 171 atkvæði eða 54,6 prósent atkvæða. Hún tekur við formannsstöðunni af Hjálmari Jónssyni.

Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, fékk 130 atkvæði eða 41,5 prósent atkvæða. 

Auðir seðlar voru tólf eða 3,8 prósent atkvæða. 

Alls voru 553 á kjörskrá og atkvæði greiddu 313 þannig að kjörsókn var 56,6 prósent.

Fráfarandi formaður hefur gegnt stöðunni frá 2010 og var þar áður framkvæmdastjóri félagsins. Undanfarinn áratug hefur formaðurinn jafnframt gegnt starfi framkvæmdastjóra.


Tengdar fréttir

Sig­ríður Dögg býður sig fram til formanns Blaða­manna­fé­lagsins

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars.

Hjálmar hyggst hætta sem formaður

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hyggst ekki bjóða sig fram til formanns á ný á aðalfundi félagsins á næsta ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.