Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 12:29 Hátt í 300 manns komast fyrir í salnum hverju sinni. Vísir/Vilhelm Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira