Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 15:45 Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, sýnir mynd af hnífnum sem henni var sendur fyrir helgi. Hún hefur þegar kært sendandann. Vísir/EPA Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019. Spánn Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019.
Spánn Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira