„Vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2021 10:31 Nóg að gera hjá Dóra DNA þessa dagana. Halldór Laxness Halldórsson þekkja flestir sem Dóra DNA. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira