Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:30 Sigurlaug og Þorlákur hafa það gott í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg. Þorlákur Máni greindist með kórónuveiruna á sex ára afmælisdaginn en hefur ekki fengið nein einkenni. Þá virðist mamma hans ekki hafa smitast af honum. „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent