Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 10:47 Bubbi Morthens gagnrýnir Samherja vegna vefþátta sem félagið hefur gefið út um umfjöllun Ríkisútvarpsins um umsvif félagsins í Namibíu. Vísir Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. „Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“ Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10
Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39
Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent