Lífið

Þorgrímur Þráins fer yfir skrautlegan feril í tóbaksvörnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorgrímur var í raun andlitið gegn reykingum á sínum tíma. 
Þorgrímur var í raun andlitið gegn reykingum á sínum tíma. 

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráins fer yfir ferilinn sem tóbaksvarnarfrömuður í nýju myndbandi frá Krabbameinsfélaginu.

Hann varð andlit baráttunnar sem varð mest áberandi á 10. áratugi síðustu aldar, allt til 2004, þegar hvað mestur árangur náðist. Hann þurfti að þola alls konar áreiti á þessum tíma. Hann var skotspónn í Áramótaskaupinu, hann lenti í aðkasti á djamminu, það var hringt heim til hans um nætur og konunni hans, Ragnheiði, var hótað ofbeldi.

Árið 1980 reyktu næstum helmingur allra fimmtán ára barna. Árið 2014 var þetta hlutfall komið niður í þrjú prósent og er nú í um eða undir eitt prósent.

Reykingar eru helsti áhrifaþáttur og áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum.

Þorgrímur Þráinsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins, á afmælisárinu 2021. Samtökin ætla að 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Hægt verður að fylgjast með á Instagram og Facebook undir millumerkinu #70andlit

Klippa: Þorgrímur Þráins fer yfir skrautlegan feril í tóbaksvörnumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.