Fótbolti

Kalla eftir því að stjórnar­menn Chelsea segi af sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Chelsea mótmæla í fyrradag.
Stuðningsmenn Chelsea mótmæla í fyrradag. Charlotte Wilson/Getty

Stuðningsmannahópur Chelsea hefur óskað eftir því að framkvæmdastjóri félagsins sem og stjórnarformaður segi af sér eftir ákvörðun þeirra að taka þátt í Ofurdeildinni.

Chelsea átti að vera eitt af sex enskum liðum í Ofurdeildinni. Eftir mikið mótlæti ákváðu hins vegar ensku liðin sex að draga sig úr keppninni í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna.

Stuðningsmenn Chelsea mótmæltu fyrir utan Stamford Bridge í fyrradag og þurfti meðal annars að seinka leik Chelsea og Brighton um stundarfjórðung því rúta liðsins komst ekki að vellinum.

Stuðningsmannahópurinn „The Chelsea Supporters’ Trust“ gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir óskuðu eftir því að háttsettir aðilar innan félagsins axli ábyrgð.

Þeir vilja sjá Bruce Buck, stjórnarformann, og Guy Lawrence, framkvæmdastjórann, taka poka sinn og segjast ekki ætla að hætta mótmælum sínum þangað til þeir yfirgefi félagið.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofur­deildar­liðunum

Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×