Innlent

Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bræðurnir Kristján Atli og Sigtryggur Einar Sævarssynir, sem leika í sýningunni.
Bræðurnir Kristján Atli og Sigtryggur Einar Sævarssynir, sem leika í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.

Leikritið heitir "Árar, álfar og tröll“, en verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á́ sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi en til að svo geti verið þarf hún fyrst að takast á við konungsríkið og alls kyns verur eins og tröll og álfa. 

Leikfélag Sólheima var stofnað 1931 og á því 90 ára afmæli í ár.

Fjórir krakkar leika í sýningunni en það eru frá vinstri, Davíð Máni, Þorbjörg Ásta, Kári og Sigurrós.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það átti að setja þetta upp í fyrra á 90 ára afmæli Sólheima en út af faraldrinum þá var það ekki hægt. Við biðum í eitt ár og nú er komið að þessu. Við erum að minnast Sesselju með leikritinu en það er sett upp í ævintýrabúning,“ segir Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson, leikstjóri.

Hér má sjá sýningartímana og hvar er hægt að kaupa síma eða fá upplýsingar um leikritið.Aðsend
Helga Þórunn Pálsdóttir syngur meðal annars í sýningunni og gerir það mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil spenna er fyrir frumsýningunni á morgun hjá íbúum á Sólheimum. Bræðurnir Kristján Atli og Sigtryggur Einar Sævarssynir leika í sýningunni. Þeir segja góða leikara á Sólheimum.

Tvö tröll koma fram í ævintýrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já að sjálfsögðu, vitaskuld, leikritið á eftir að slá í gegn segja bræðurnir,“ og undirstinga um leið að þetta sé eitt besta leikritið, sem hefur verið sýnt á Sólheimum.

Hallabjörn Rúnarsson leikur kónginn í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.