Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 15:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59