Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 14:29 Fjármálaráðherra segir óumdeilt að það hafi verið skynsamlegt að verja efnahagslífið með sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærunum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í kostnað ríkissjóðs af kórónuveirufaraldrinum og möglega nýrri bylgju hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir reynsluna sýna að með hörðum aðgerðum á landamærunum megi slaka mikið á aðgerðum innanlands.Vísir/Hanna Andrésdóttir „Á vogarskálunum nú eru annars vegar hertar aðgerðir á landamærunum eða hertar sóttvarnir innanlands," sagði Jón Þór. Kostnaðurinn við aðgerðir eða aðgerðarleysi á líf fólks og heilsu væri þekktur en hann vildi vita hver kosnaðurinn væri í peningum. Fjármálaráðherra vísaði í svari sínu til tveggja efnahagslegra úttekta á sóttvarnamálum. Fyrri skýrslan þar að lútandi hafi komið út síðast liðið haust og sú síðari upp úr áramótum. Þar væru færð fyrir því rök að það væri óumdeilanlega skynsamlegt fyrir efnahagslífið að hefta möguleika covid 19 veirunnar á að komast inn í landið. Það væru margir mælikvarðar á hvað heimsfaraldurinn hefði kostað. Bjarni Benediktsson segir Íslendinga hafa verið í fararbroddi með ýmsar aðgerðir á landamærunum eins og með tvöföldu skimunina og að taka mark á bólusetningarvottorðum.Vísir/Vilhelm „Við Íslendingar höfum á margan hátt verið leiðandi í útfærslum. Til dæmis við tvöföldu skymuninia. Aðferðarfræði sem margir tóku upp eftir að við höfðum innleitt hana hér á landi. Við vorum sömuleiðis snemma í því að opna fyrir bólusetningarvottorð eða sönnunum um fyrra smit og einfalda skymun í tengslum við það,“ sagði Bjarni. Þá væru Íslendingar í fremstu röð í smitrakningu og skilningi á því hvernig veiran dreifðist. Jón Þór sagði reynsluna sýna að með hörðum aðgerðum á landamærunum væri hægt að ná fram nánast veirulausu landi og þar með litlum takmörkunum innanlands. „Bara einföld spurning. Hvað er faraldurinn búinn að kosta ríkissjóð fram að þessu.“ sagði Jón Þór. Fjármálaráðherra sagði faraldurinn hafa kostað um tvö hundruð milljarða í beinum aðgerðum og annað eins í óbeinum aðgerðum. „Það er tjónið hingað til. Það liggur einhvers staðar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljarðar,“ sagði Bjarni. Það hafi að verulegu leyti verið óumflýjanlegt tjón en tekist hafi að draga verulega úr því með aðgerðum. „Þegar háttvirtur þingmaður kallar eftir mjög hertum aðgerðum á landamærunum vil ég segja að við erum með mjög harðar aðgerðir. Við erum að leggja til að þær verði hertar enn frekar. Einhvers staðar verður að spyrja sig um meðalhóf og það er reyndar grundvallarregla skrifuð og óskrifuð í íslenskum rétti sem við verðum að horfa til. Við teljum að það sé verið að taka tillit til þess jafnvel þótt að verið sé að leggja upp með hér skyldu til að fara á sóttvarnahótel í ákveðnum tilvikum án möguleika á undanþágu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir stöðuna verri en viðmiðin orðin lægri Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í kostnað ríkissjóðs af kórónuveirufaraldrinum og möglega nýrri bylgju hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir reynsluna sýna að með hörðum aðgerðum á landamærunum megi slaka mikið á aðgerðum innanlands.Vísir/Hanna Andrésdóttir „Á vogarskálunum nú eru annars vegar hertar aðgerðir á landamærunum eða hertar sóttvarnir innanlands," sagði Jón Þór. Kostnaðurinn við aðgerðir eða aðgerðarleysi á líf fólks og heilsu væri þekktur en hann vildi vita hver kosnaðurinn væri í peningum. Fjármálaráðherra vísaði í svari sínu til tveggja efnahagslegra úttekta á sóttvarnamálum. Fyrri skýrslan þar að lútandi hafi komið út síðast liðið haust og sú síðari upp úr áramótum. Þar væru færð fyrir því rök að það væri óumdeilanlega skynsamlegt fyrir efnahagslífið að hefta möguleika covid 19 veirunnar á að komast inn í landið. Það væru margir mælikvarðar á hvað heimsfaraldurinn hefði kostað. Bjarni Benediktsson segir Íslendinga hafa verið í fararbroddi með ýmsar aðgerðir á landamærunum eins og með tvöföldu skimunina og að taka mark á bólusetningarvottorðum.Vísir/Vilhelm „Við Íslendingar höfum á margan hátt verið leiðandi í útfærslum. Til dæmis við tvöföldu skymuninia. Aðferðarfræði sem margir tóku upp eftir að við höfðum innleitt hana hér á landi. Við vorum sömuleiðis snemma í því að opna fyrir bólusetningarvottorð eða sönnunum um fyrra smit og einfalda skymun í tengslum við það,“ sagði Bjarni. Þá væru Íslendingar í fremstu röð í smitrakningu og skilningi á því hvernig veiran dreifðist. Jón Þór sagði reynsluna sýna að með hörðum aðgerðum á landamærunum væri hægt að ná fram nánast veirulausu landi og þar með litlum takmörkunum innanlands. „Bara einföld spurning. Hvað er faraldurinn búinn að kosta ríkissjóð fram að þessu.“ sagði Jón Þór. Fjármálaráðherra sagði faraldurinn hafa kostað um tvö hundruð milljarða í beinum aðgerðum og annað eins í óbeinum aðgerðum. „Það er tjónið hingað til. Það liggur einhvers staðar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljarðar,“ sagði Bjarni. Það hafi að verulegu leyti verið óumflýjanlegt tjón en tekist hafi að draga verulega úr því með aðgerðum. „Þegar háttvirtur þingmaður kallar eftir mjög hertum aðgerðum á landamærunum vil ég segja að við erum með mjög harðar aðgerðir. Við erum að leggja til að þær verði hertar enn frekar. Einhvers staðar verður að spyrja sig um meðalhóf og það er reyndar grundvallarregla skrifuð og óskrifuð í íslenskum rétti sem við verðum að horfa til. Við teljum að það sé verið að taka tillit til þess jafnvel þótt að verið sé að leggja upp með hér skyldu til að fara á sóttvarnahótel í ákveðnum tilvikum án möguleika á undanþágu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir stöðuna verri en viðmiðin orðin lægri Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Segir stöðuna verri en viðmiðin orðin lægri Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44