„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2021 14:48 Þingmaður Samfylkingarinnar biðlaði til stjórnarþingmanna um að standa ekki í vegi fyrir því að frumvarp Samfylkingarinnar er varðar landamærin komist á dagskrá. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07