Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2021 11:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. „Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
„Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira