Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 06:47 Lord Mountbatte, í miðjunni, heimsækir John F. Kennedy í Hvíta húsið. John F. Kennedy Presidential Library Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979. McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur. Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur.
Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira