Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:00 AC Milan og Manchester United eru með stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. epa/MATTEO BAZZI Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021 Ofurdeildin Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021
Ofurdeildin Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira