Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 20:31 Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því. Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því.
Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00
Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37