Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2021 15:52 Nýja opið er í jaðri eins gígsins sem fyrir er á svæðinu. Aðsend Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira