Fótbolti

Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsvinurinn Phil Foden var ekki sáttur við Twitter færsluna sem samfélagsmiðateymið hans setti inn í gær.
Íslandsvinurinn Phil Foden var ekki sáttur við Twitter færsluna sem samfélagsmiðateymið hans setti inn í gær. Jason Cairnduff/PA Images via Getty Images

Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“

The Telegraph greinir frá þessu, en Foden hefur sagt að honum hafi þótt færslan sýna virðingarleysi í garð Mbappé og öðrum fanst hún ögra franska ungstirninu.

Færslan birtist strax eftir að Manchester City sló Dortmund úr leik og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Í undanúrslitum mæta þeir einmitt Kylian Mbappé og félögum hans í Paris Saint-Germain.

Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt.

Ten Toes Media er virt fyrirtæki í sínum geira og hefur á sínum snærum nokkur þekkt nöfn í knattspyrnuheiminum. Þar á meðal eru Dominic Calwert-Lewin, Andy Robertson, Vinicius Jr. og Harry Kane.


Tengdar fréttir

Æfur vegna eigin Twitterfærslu

Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×