Fótbolti

Mikel Arteta: „Unai Emery er líklega sigursælasti þjálfarinn í þessari keppni“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikel Arteta var ánægður að sjá sína menn komast í undanúrslit í kvöld.
Mikel Arteta var ánægður að sjá sína menn komast í undanúrslit í kvöld. vísir/getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var virkilega sáttur með 4-0 sigur sinna manna gegn Slavia Prag í Evrópudeildinni í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit keppninnar þar sem þeir mæta sínum fyrrum stjóra, Unai Emary, og lærisveinum hans í Villareal.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og vorum sannfærandi,“ sagði Arteta eftir leikinn í kvöld. „Við vorum ákveðnir í háu pressunni okkar og vorum ógnandi allan tímann. Ég var virkilega ánægður með hvernig leikmennirnir brugðust við þegar markið var tekið af okkur.“

„Við skoruðum frábær mörk og að halda hreinu er líka mikilvægt. Þetta er í annað skipti í tveim leikjum.“

Arteta segir að sigurinn gegn Sheffield United síðasta sunnudag hafi hjálpað sínum mönnum.

„Það hjálpaði okkur í kvöld hvernig við spiluðum á móti Sheffield United. Leikmennirnir höfðu mikið sjálfstraust og lögðu sig alla fram frá byrjun.“

„Þetta er virkilega mikilvægur sigur á mikilvægum tímapunkti. Við unnum sannfærandi og leikmennirnir eiga hrós skilið.“

Arsenal mætir Unai Emery, sínum fyrrum stjóra, í undanúrslitum og Arteta segir að það verði erfitt verkefni.

„Við þurfum enn að vinna í nokkrum hlutum og nokkrir hlutir sem við þurfum að bæta, en við höfum mikla löngun til að bæta okkur á hverjum degi. Leikurinn gegn Villareal verður mjög erfiður og Unai Emery er líklega sigursælasti þjálfarinn í þessari keppni.“


Tengdar fréttir

Arsenal komnir í undanúrslit eftir stórsigur

Arsenal átti ekki í miklum vandræðum þegar þeir heimsóttu Slavia Prag til Tékklands í Evrópudeildinni í kvöld. Niðurstaðan 4-0 útisigur Lundúnaliðsins og farmiði í undanúrslitin því bókaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.