Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 14:39 Helgi milli þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Sigrúnar Stefánsdóttur sem Helgi telur að eigi útvegsmanninum ýmislegt gott að gjalda. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Helga hefur sent og stílað er á Gunnar Þór Pétursson formann siðanefndar Ríkisútvarpsins. Afrit hefur verið sent Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra. Úrskurðurinn vakti mikla athygli en Helgi Seljan var þar talinn hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Ríkisútvarpsins ohf. Tugur annarra fréttamanna slapp hins vegar en um er að ræða kæru Samherja. Í bréfinu er þess krafist að þeim dómi verði breytt; að Helgi hafi ekki gerst brotlegur við Siðareglur RÚV, með ummælum sínum um kæranda og/eða eftir atvikum aðra, 15. nóvember 2019, 26. nóvember 2019, 6. apríl 2020 og 21. október 2020, eða öðrum ummælum sem tilgreind eru í kærum Samherja. Eins og fram hefur komið dró siðanefndin til baka einn lið úrskurðar síns en í bréfinu er því hins vegar gengið út frá því að ákvörðunin sem slík sé heildstæð af sjálfu leiði að efni ákvörðunar er rangt; vegna lögvillu eða mistaka stjórnvalds er ekki heimilt að breyta ákvörðuninni/niðurstöðunni með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur ber stjórnvaldi að endurupptaka ákvörðunina. Lögvilla og misskilingur „Það bar Siðanefnd ekki gæfu til þess að gera heldur leiðrétti Úrskurðinn. Þetta gerði Siðanefndin þrátt fyrir að undirliggjandi mistök, lögvilla eða misskilningur um málsatvik hafi samkvæmt skýru og ótvíræðu orðalagi í Úrskurðinum sjálfum varðað sjálfan kjarna ákvörðunarinnar og haft þannig með beinum hætti áhrif á niðurstöðuna og mat Siðanefndarinnar á alvarleika brotsins,“ segir meðal annars í bréfinu sem Vísir hefur undir höndum. Meðal fjölmargra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins harðlega er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur.Stundin skjáskot Í öðru lagi grundvallast krafa Helga á því að einn siðanefndarmanna sé bullandi vanhæfur vegna margvíslegra tengsla við Samherja. Og hljóti þannig að teljast vanhæf til að fjalla um kæruna. „Fyrir liggur að Sigrún hefur frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og er jafnframt skólastjóri skólans samkvæmt vefsvæði hans. Samkvæmt sömu heimasíðu er Kærandi einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir. Þá er Sigrún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf á Akureyri sem er að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.“ Sigrún stjórnarmaður í N4 sem er beintengt Samherja Þá er vakin athygli á því í kröfunni að 3. apríl 2020 skrifaði Sigrún grein í Kjarnann þar sem hún lýsti því að hver mánaðarmót í rekstri N4 séu fyrirkvíðanleg og sú spurning verið brennandi hvort að fyrirtækið myndi þrauka önnur mánaðarmót. Sigrún greinir jafnframt frá því að hún sitji þar í stjórn. „Það hefur því eflaust komið sér vel fyrir rekstur N4 þegar Kærandi keypti klukkutíma þátt hjá sjónvarpsstöðinni samkvæmt frétt sem birt var á vefsvæði Kæranda, 1. apríl 2021, eða fimm dögum eftir að Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að Kærði hefði brotið gegn Siðareglum RÚV með ummælum sínum um Kæranda. Sigrún var því vanhæf til þess að taka sæti Siðanefndinni í máli Kæranda og kveða upp úrskurð í málinu samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða eftir atvikum 6. tölulið sömu lagagreinar,“ segir í kröfu Helga. Málið vakti verulega athygli og hafa ýmsir lýst sig ósátta við niðurstöðu nefndarinnar og/eða siðareglurnar sjálfar og telja þær gallaðar. Sem er reyndar ekkert nýtt. Félag fréttamanna sendi sérstaklega frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Helga hefur sent og stílað er á Gunnar Þór Pétursson formann siðanefndar Ríkisútvarpsins. Afrit hefur verið sent Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra. Úrskurðurinn vakti mikla athygli en Helgi Seljan var þar talinn hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Ríkisútvarpsins ohf. Tugur annarra fréttamanna slapp hins vegar en um er að ræða kæru Samherja. Í bréfinu er þess krafist að þeim dómi verði breytt; að Helgi hafi ekki gerst brotlegur við Siðareglur RÚV, með ummælum sínum um kæranda og/eða eftir atvikum aðra, 15. nóvember 2019, 26. nóvember 2019, 6. apríl 2020 og 21. október 2020, eða öðrum ummælum sem tilgreind eru í kærum Samherja. Eins og fram hefur komið dró siðanefndin til baka einn lið úrskurðar síns en í bréfinu er því hins vegar gengið út frá því að ákvörðunin sem slík sé heildstæð af sjálfu leiði að efni ákvörðunar er rangt; vegna lögvillu eða mistaka stjórnvalds er ekki heimilt að breyta ákvörðuninni/niðurstöðunni með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur ber stjórnvaldi að endurupptaka ákvörðunina. Lögvilla og misskilingur „Það bar Siðanefnd ekki gæfu til þess að gera heldur leiðrétti Úrskurðinn. Þetta gerði Siðanefndin þrátt fyrir að undirliggjandi mistök, lögvilla eða misskilningur um málsatvik hafi samkvæmt skýru og ótvíræðu orðalagi í Úrskurðinum sjálfum varðað sjálfan kjarna ákvörðunarinnar og haft þannig með beinum hætti áhrif á niðurstöðuna og mat Siðanefndarinnar á alvarleika brotsins,“ segir meðal annars í bréfinu sem Vísir hefur undir höndum. Meðal fjölmargra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins harðlega er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur.Stundin skjáskot Í öðru lagi grundvallast krafa Helga á því að einn siðanefndarmanna sé bullandi vanhæfur vegna margvíslegra tengsla við Samherja. Og hljóti þannig að teljast vanhæf til að fjalla um kæruna. „Fyrir liggur að Sigrún hefur frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og er jafnframt skólastjóri skólans samkvæmt vefsvæði hans. Samkvæmt sömu heimasíðu er Kærandi einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir. Þá er Sigrún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf á Akureyri sem er að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.“ Sigrún stjórnarmaður í N4 sem er beintengt Samherja Þá er vakin athygli á því í kröfunni að 3. apríl 2020 skrifaði Sigrún grein í Kjarnann þar sem hún lýsti því að hver mánaðarmót í rekstri N4 séu fyrirkvíðanleg og sú spurning verið brennandi hvort að fyrirtækið myndi þrauka önnur mánaðarmót. Sigrún greinir jafnframt frá því að hún sitji þar í stjórn. „Það hefur því eflaust komið sér vel fyrir rekstur N4 þegar Kærandi keypti klukkutíma þátt hjá sjónvarpsstöðinni samkvæmt frétt sem birt var á vefsvæði Kæranda, 1. apríl 2021, eða fimm dögum eftir að Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að Kærði hefði brotið gegn Siðareglum RÚV með ummælum sínum um Kæranda. Sigrún var því vanhæf til þess að taka sæti Siðanefndinni í máli Kæranda og kveða upp úrskurð í málinu samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða eftir atvikum 6. tölulið sömu lagagreinar,“ segir í kröfu Helga. Málið vakti verulega athygli og hafa ýmsir lýst sig ósátta við niðurstöðu nefndarinnar og/eða siðareglurnar sjálfar og telja þær gallaðar. Sem er reyndar ekkert nýtt. Félag fréttamanna sendi sérstaklega frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56