Fótbolti

Gafst upp og hljóp á Íslandsvininn

Sindri Sverrisson skrifar
Norður-Írar fögnuðu EM-sæti í gærkvöld.
Norður-Írar fögnuðu EM-sæti í gærkvöld. @NorthernIreland

Brot í fótbolta eru misjafnlega augljós en brotaviljinn gerist varla skýrari en hjá Natiyu Pantsulaya sem var rekin af velli í leik Úkraínu og Norður-Írlands um sæti á EM kvenna í fótbolta.

Norður-Írland vann leikinn í Belfast í gær 2-0 og einvígið samtals 4-1. Norður-Írar verða því ásamt Íslendingum og fjórtán öðrum þjóðum í lokakeppni EM sem fram fer á Englandi sumarið 2022.

Þegar komið var fram á 86. mínútu í leiknum í gær var Úkraína 1-0 undir og þurfti tvö mörk til að koma leiknum í framlengingu. Það var þá sem að Pantsulaya fékk rautt spjald.

Pantsulaya lenti í kapphlaupi við Söruh McFadden, fyrrverandi leikmann Fylkis, Grindavíkur og FH. Pantsulaya virtist reyndar hafa forskot en gafst upp á að elta boltann, sveigði af leið og hljóp utan í McFadden til að stöðva för hennar. 

Atvikið má sjá hér að neðan, eftir 3 mínútur og 14 sekúndur.

Marissa Callaghan og Nadene Caldwell skoruðu mörk Norður-Íra sem fögnuðu EM-sætinu að sjálfsögðu ákaft.


Tengdar fréttir

Íslenska kvennalandsliðið í fjórða styrkleikaflokki á EM

Seinustu umspilsleikirnir fyrir lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi kláruðust nú fyrr í kvöld. Úrslit kvöldsins þýða að íslenska liðið verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.