Fleiri bólusettir í dag en búist var við Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 19:20 Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. Í dag átti að reyna að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan heilbrigðisstofnana og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á aldrinum sextíu og fimm ára og eldra. Það er greinilegt aðheilbrigðistsarfsfólk utan stofnana fer eftir skilaboðum sóttvarnalæknis um að mæta ekki ef það er ekki beint að sinna sjúklingum. Því var hægt að boða fleiri til bólusetningar sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var hæst ánægð með hvað fólk brást vel við boðunum þegar ljóst var í dag að hægt væri að bólusetja um þúsund fleiri en áætlað hafði verið.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að vegna þessa hafi verið hægt að boða fleiri til bólusetningar sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í dag en upphaflega voru fimm þúsund manns boðaðir. „Þannig að við gátum boðið þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma aukalega að koma.“ Finnið þið að fólki í þeim þeim hópi er létt að komast í bólusetningu í dag? „Já fólk er að bregðast við með ótrúlega stuttum fyrirvara. Það eru bara fimm mínútur og það er bara mætt. Þannig að það er frábært,“ segir Ragnheiður Ósk. Í lok næstu viku sé stefnt að því að ljúka bólusetningum sextíu og fimm ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma og byrja á sama hópi sem eru sextíu og fjögurra ára og yngri. Það séu um tuttugu þúsund manns. Fólk eigi að bíða rólegt því boðað sé eftir alvarleika sjúkdómanna. Bólusetningar tæplega sex þúsund manns gekk mjög hratt og vel í Laugardalshöll í dag.Stöð 2/Sigurjón „Út þennan mánuð erum við að vinna vel með Pfizer efnið. Það er að koma í auknu magni til okkar. Þannig að við erum hverja viku með þó nokkuð meira magn heldur en við höfum verið síðast liðnar vikur. Þá erum við að vinna okkur niður alla þessa hópa meðu ndirliggjandi sjúkdóma. Það verður áherslan núna í apríl,“ segir Ragnheiður Ósk. Röðin skot gekk í dag enda færibandið orðið vel smurt. Flestir voru í hátíðarskapi að fá loks bólusetningu eins og Kristín Elídóttir. „Þegar maður er með undirliggjandi sjúkdóma þá er þetta svo mikilvægt. Að geta farið að hitta aðeins barnabörnin sem maður hefur ekki getað verið að hitta í langan tíma,“ segir Kristín. Sigurbjörn Jónsson hafði ekki reiknað með að fá boðun í bólusetningu í dag en var mjög ánægður með að hafa fengið boðun. „Þetta kom nú bara svo skyndilega. Ég fékk SMS fyrir einum og hálfum tíma. Ég var svo sem ekkert að stressa mig á þessu.“ En þú hefur bara rokið eins og skot af stað? „Já, já,“ sagði Sigurbjörn og var rokinn nýbólusettur út í sólskinið. Björk Bjarnadóttir segir það hafa verið lítið mál að einangra sig með prjónana en var mjög fegnin að hafa fengið loks bólusetningu í dag.Stöð 2/Sigurjón Björk Bjarnadóttir og hennar maður fengu einnig óvænt boðun og ruku af stað úr Keflavík. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Ég bjóst ekki við þessu. En ég var óskaplega fegin.“ Hefur þú þurft að einangra þig mikið undanfarna mánuði? „Við höfum gert það. Það er enginn vandi þegar maður er búin að byrgja sig upp af lopa og fíneríi þá getur maður bara setið.“ Það er nóg við að vera? „Já nóg við að vera,“ segir Björk glöð með sig og sitt. En það er öryggi að vera loksins komin með þetta? „Já, alveg mikið öryggi og ég þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Björk Bjarnadóttir þar sem hún sat og jafnaði sig eftir sprautuna. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. 13. apríl 2021 11:48 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Í dag átti að reyna að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan heilbrigðisstofnana og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á aldrinum sextíu og fimm ára og eldra. Það er greinilegt aðheilbrigðistsarfsfólk utan stofnana fer eftir skilaboðum sóttvarnalæknis um að mæta ekki ef það er ekki beint að sinna sjúklingum. Því var hægt að boða fleiri til bólusetningar sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var hæst ánægð með hvað fólk brást vel við boðunum þegar ljóst var í dag að hægt væri að bólusetja um þúsund fleiri en áætlað hafði verið.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að vegna þessa hafi verið hægt að boða fleiri til bólusetningar sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í dag en upphaflega voru fimm þúsund manns boðaðir. „Þannig að við gátum boðið þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma aukalega að koma.“ Finnið þið að fólki í þeim þeim hópi er létt að komast í bólusetningu í dag? „Já fólk er að bregðast við með ótrúlega stuttum fyrirvara. Það eru bara fimm mínútur og það er bara mætt. Þannig að það er frábært,“ segir Ragnheiður Ósk. Í lok næstu viku sé stefnt að því að ljúka bólusetningum sextíu og fimm ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma og byrja á sama hópi sem eru sextíu og fjögurra ára og yngri. Það séu um tuttugu þúsund manns. Fólk eigi að bíða rólegt því boðað sé eftir alvarleika sjúkdómanna. Bólusetningar tæplega sex þúsund manns gekk mjög hratt og vel í Laugardalshöll í dag.Stöð 2/Sigurjón „Út þennan mánuð erum við að vinna vel með Pfizer efnið. Það er að koma í auknu magni til okkar. Þannig að við erum hverja viku með þó nokkuð meira magn heldur en við höfum verið síðast liðnar vikur. Þá erum við að vinna okkur niður alla þessa hópa meðu ndirliggjandi sjúkdóma. Það verður áherslan núna í apríl,“ segir Ragnheiður Ósk. Röðin skot gekk í dag enda færibandið orðið vel smurt. Flestir voru í hátíðarskapi að fá loks bólusetningu eins og Kristín Elídóttir. „Þegar maður er með undirliggjandi sjúkdóma þá er þetta svo mikilvægt. Að geta farið að hitta aðeins barnabörnin sem maður hefur ekki getað verið að hitta í langan tíma,“ segir Kristín. Sigurbjörn Jónsson hafði ekki reiknað með að fá boðun í bólusetningu í dag en var mjög ánægður með að hafa fengið boðun. „Þetta kom nú bara svo skyndilega. Ég fékk SMS fyrir einum og hálfum tíma. Ég var svo sem ekkert að stressa mig á þessu.“ En þú hefur bara rokið eins og skot af stað? „Já, já,“ sagði Sigurbjörn og var rokinn nýbólusettur út í sólskinið. Björk Bjarnadóttir segir það hafa verið lítið mál að einangra sig með prjónana en var mjög fegnin að hafa fengið loks bólusetningu í dag.Stöð 2/Sigurjón Björk Bjarnadóttir og hennar maður fengu einnig óvænt boðun og ruku af stað úr Keflavík. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Ég bjóst ekki við þessu. En ég var óskaplega fegin.“ Hefur þú þurft að einangra þig mikið undanfarna mánuði? „Við höfum gert það. Það er enginn vandi þegar maður er búin að byrgja sig upp af lopa og fíneríi þá getur maður bara setið.“ Það er nóg við að vera? „Já nóg við að vera,“ segir Björk glöð með sig og sitt. En það er öryggi að vera loksins komin með þetta? „Já, alveg mikið öryggi og ég þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Björk Bjarnadóttir þar sem hún sat og jafnaði sig eftir sprautuna.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. 13. apríl 2021 11:48 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56
Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. 13. apríl 2021 11:48
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18