Fótbolti

„Sagði engin neitt þegar hún lá þarna“

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Rán Hauksdóttir, lengst til vinstri, á æfingu íslenska landsliðsins á Ítalíu.
Andrea Rán Hauksdóttir, lengst til vinstri, á æfingu íslenska landsliðsins á Ítalíu. @footballiceland

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir enga í ítalska liðinu hafa kvartað yfir jöfnunarmarki Íslands í vináttulandsleiknum í dag, þó að leikmaður liðsins hafi legið á vellinum vegna smávægilegra meiðsla.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark Íslands, í 1-1 jafnteflinu, á 40. mínútu. Hún hafði í aðdragandanum unnið návígi við leikmann Ítalíu sem lá eftir. 

Þorsteinn og Andrea Rán Hauksdóttir voru sammála um að ekki hefði verið tilefni til að stoppa leikinn með því að senda boltann út fyrir hliðarlínu.

„Stoppa og ekki stoppa? Það var ansi mikið af atvikum þar sem hefði átt að stoppa leikinn. Það var ekki stoppað þegar Karólína fékk höfuðmeiðsli. Ég gat ekki séð að það ætti að stoppa. Áfram gakk, við héldum áfram, Berglind lagði boltann á Karólínu og hún kláraði færið þvílíkt vel,“ sagði Andrea.

„Það sagði engin neitt þegar hún lá þarna,“ sagði Þorsteinn, aðspurður hvort þær ítölsku hefðu kvartað eitthvað. „Það er dómarans að stoppa þetta,“ benti Þorsteinn á. „Þetta voru ekki alvarleg meiðsli og hún var staðin upp þegar boltinn var kominn á miðjuna. Þetta var ekkert til að stoppa leikinn út af.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.