Til hvers að taka þátt ef við ætlum ekki að reyna vinna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Southgate vill sjá enska landsliðið taka næsta skref. Steven Paston/Getty Images Landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, segir tilgangslaust að taka þátt á Evrópumótinu í sumar ef liðið ætli sér ekki að fara alla leið. „Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira