Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 11:08 Maðurinn var handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins (guardia civil). Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti. Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni. Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni.
Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira