Innlent

Hraunrennslið minnkar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá gosstöðvunum í dag. Hraunrennsli hefur dregist saman frá því það jókst í síðustu viku.
Frá gosstöðvunum í dag. Hraunrennsli hefur dregist saman frá því það jókst í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í stuttri tilkynningu frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Nýjustu gögn um hraunflæðið og stært hrauns eru byggðar á loftmyndum sem teknar voru á flugi í hádeginu í dag. Út frá myndunum eru unnin landlíkön af hrauni í Geldingadölum, Meradölum og uppi á Fagradalsfjalli, hvar nýjustu gígana er að finna.

Eldgosið í Fagradalsfjalli 12. apríl 2021: Mælingar á hraunflæði: Nýjustu gögn um stærðir hrauns og hraunrennsli eru...

Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Monday, 12 April 2021

„Niðurstöðurnar eru að heildarrennsli frá öllum gígum undanfarna fjóra sólarhringa hafi að meðalatali verið tæpir 5 m3/s. Þetta er nánast jafnt meðalrennsli frá upphafi. Svo virðist sem aukningin sem kom fram í síðustu viku, samhliða opnun nýrra gíga hafi verið fremur skammlíf. Flatarmál hrauns hefur vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa, enda hefur kvikan sem komið hefur upp undanfarið að mestu farið í að auka þykkt hraunsins. Heildarrúmmál er nú rúmlega 10 millj. Rúmmetrar,“ segir í tilkynningunni.

Hér að neðan má sjá þrívíddarlíkan Náttúrufræðistofnunar af Geldingadölum, Meradölum og Fagradalsfjalli. Líkanið er unnið í samstarfi við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×