Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:29 Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum árið 2018. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira