Erlent

Veitingamenn í átökum við lögreglu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fjölmargir lögreglumenn mættu á vettvang þar sem veitingamenn mótmæltu lokunum við þinghúsið í Róm.
Fjölmargir lögreglumenn mættu á vettvang þar sem veitingamenn mótmæltu lokunum við þinghúsið í Róm. AP/Alessandra Tarantino

Ítalskir veitingamenn tókust á við óeirðalögreglu í Róm í dag og kröfðust þess að fá að opna staði sína á nýjan leik. 

Gildandi sóttvarnareglur á Ítalíu gera ráð fyrir að veitingastaðir, kaffihús og barir verði lokaðir fram í maí hið minnsta líkt og þeir hafa meira og minna verið síðasta árið.

Fjöldi veitingamanna safnaðist saman við þinghúsið í Róm í dag til að mótmæla lokunum og særðist einn lögregluþjónn í átökunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×