Innlent

Stöðvuðu eftirlýstan mann fyrir tilviljun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í miðborginni var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi og var honum ekið heim.
Í miðborginni var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi og var honum ekið heim. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann snemma í gærkvöldi, sem var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Við úrvinnslu málsins kom í ljós að viðkomandi var eftirlýstur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar greinir einnig frá því að enn fyrr um kvöldið, um kl. 18, var lögregla kölluð á vettvang vegna manns sem stóð úti á svölum og öskraði og grét. Viðkomandi reyndist ölvaður og reyndist ekki þurfa á aðstoð lögreglu að halda.

Um klukkan 20 var tilkynnt að maður væri blóðugur eftir líkamsáras. Gerandinn var handtekinn á vettvangi skömmu síðar og málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun um kl. 17 og voru tveir aðilar staðnir að verki og handteknir.

Þessu til viðbótar sinnti lögregla ýmsum minniháttar málum í gærkvöldi og nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.