Fótbolti

Atletico endurheimti toppsætið með jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Atletico Madrid varð af mikilvægum stigum í baráttunni um spænska meistaratitilinn þegar liðið heimsótti Real Betis í síðasta leik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Atletico lék án Luis Suarez í kvöld en Yannick Carrasco sá um að koma Atletico í forystu strax á fimmtu mínútu leiksins.

Forystan entist þeim stutt því Cristian Tello jafnaði metin á 20.mínútu.

Angel Correa komst næst því að tryggja Atletico sigur þegar hann fékk gott færi í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Claudio Bravo í marki Betis gerði vel í að verja.

Atletico hefur eins stigs forystu á nágranna sína í Real Madrid þegar átta umferðir eru eftir og er Barcelona skammt undan, með einu stigi minna en Real Madrid í 3.sæti. Stefnir því í æsispennandi baráttu um titilinn.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×