Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 13:09 Ari kallar eftir ákveðnum fyrirsjáanleika í afléttingum stjórnvalda samhliða bólusetningum. Vísir/Samsett Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira