Vill opna sundlaug fyrir bólusetta og segir „uppgjafartón“ í sóttvarnalækni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2021 11:48 Hildur segir um lýðheilsumál að ræða. Margir eldri borgarar stundi stóran hluta félagslífs og hreyfingar í sundi. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst eftir helgi leggja fram formlega tillögu í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að opna minnst eina sundlaug fyrir bólusettum eldri borgurum. Hún er ósammála sóttvarnalækni um að opnun gæti reynst erfið í framkvæmd. Í Facebook-færslu sem birtist á síðu Hildar í morgun kveðst hún telja eðlilegt að borgin leitaði heimilda til að opna minnst eina sundlaug, helst þó fleiri, sem aðgengileg yrði bólusettum. Fleytir hún fram þeirri hugmynd að opnunartíma væri hægt að takmarka við nokkrar klukkustundir fyrir hádegi, hvern virkan dag. Í samtali við Vísi segist Hildur ætla að leggja fram tillögu í borgarstjórn eftir helgi, þar sem hún muni kalla eftir því að borgin leitaði heimilda hjá sóttvarnayfirvöldum til þess að láta opnun minnst einnar laugar verða að veruleika. „Sá hópur sem hefur fengið bólusetningu, meðal annars eldri borgarar og viðkvæmir hópar, er kannski sá hópur sem hefur hvað mest þurft að halda sig til hlés síðastliðið ár. Þannig að manni finnst sjálfsagt að létta aðeins á takmörkunum á þeim og gefa þeim aftur hluta af sinni rútínu og hversdegi til baka,“ segir Hildur. Hún telji sundið skipta marga eldri borgara miklu, bæði hvað varðar hreyfingu og félagsskap. Í raun sé um lýðheilsumál að ræða. Hildur segir viðbrögðin við hugmynd sinni í meginatriðum hafa verið góð. „Kannski myndi einhver halda því fram að þarna sé um einhverskonar ójafnræði að ræða en þetta er auðvitað hópur sem er búinn að fá bólusetningu og á auðvitað að fá að njóta góðs af því. Svo held ég að flestir séu alveg tilbúnir að veita þessum hópi ákveðinn forgang.“ Hildur segir þá mikilvægt að nú sé unnið „aftur að opnara og frjálsara samfélagi.“ Í hennar starfi snúi það aðallega að skólastarfi, sem hélt áfram með eðlilegra sniði eftir páska, en einnig íþróttastarfi barna, sem Hildur kveðst vilja sjá fara í eðlilegt horf. Eins og stendur eru íþróttir barna og fullorðinna, inni og úti, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, óheimilar. Ósammála Þórólfi Fyrr í þessari viku sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að erfitt gæti reynst að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp, í umræðum um tilslakanir fyrir bólusetta eldri borgara. Slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld þar hefðu lent í vandræðum. Kvaðst hann ekki telja líklegt að farið yrði í slíkar aðgerðir hér á landi og að erfitt gæti orðið að fylgja slíkum reglum eftir. Hildur er ósammála sóttvarnalækni og telur opnun sundlaugar fyrir bólusetta vel framkvæmanlega. „Mér finnst bara hálfgerður uppgjafartónn í því. Ég held að það sé ekki sérlega erfitt í framkvæmd að biðja fólk annað hvort að framvísa bólusetningarskírteini eða hreinlega, ef við værum bara að horfa á eldri borgara, skilríkjum,“ segir Hildur og bætir við að hún efist um að óbólusettir eldri borgarar myndu hætta sér í sund. „Ég held að við þurfum bara að treysta fólki og setja einfaldar reglur um framvísun vottorða eða skilríkja. Ég held að það sé ekki flókið í framkvæmd og ef viljinn er fyrir hendi þá finnum við leiðir,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. 7. apríl 2021 13:49 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. 7. apríl 2021 19:16 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Í Facebook-færslu sem birtist á síðu Hildar í morgun kveðst hún telja eðlilegt að borgin leitaði heimilda til að opna minnst eina sundlaug, helst þó fleiri, sem aðgengileg yrði bólusettum. Fleytir hún fram þeirri hugmynd að opnunartíma væri hægt að takmarka við nokkrar klukkustundir fyrir hádegi, hvern virkan dag. Í samtali við Vísi segist Hildur ætla að leggja fram tillögu í borgarstjórn eftir helgi, þar sem hún muni kalla eftir því að borgin leitaði heimilda hjá sóttvarnayfirvöldum til þess að láta opnun minnst einnar laugar verða að veruleika. „Sá hópur sem hefur fengið bólusetningu, meðal annars eldri borgarar og viðkvæmir hópar, er kannski sá hópur sem hefur hvað mest þurft að halda sig til hlés síðastliðið ár. Þannig að manni finnst sjálfsagt að létta aðeins á takmörkunum á þeim og gefa þeim aftur hluta af sinni rútínu og hversdegi til baka,“ segir Hildur. Hún telji sundið skipta marga eldri borgara miklu, bæði hvað varðar hreyfingu og félagsskap. Í raun sé um lýðheilsumál að ræða. Hildur segir viðbrögðin við hugmynd sinni í meginatriðum hafa verið góð. „Kannski myndi einhver halda því fram að þarna sé um einhverskonar ójafnræði að ræða en þetta er auðvitað hópur sem er búinn að fá bólusetningu og á auðvitað að fá að njóta góðs af því. Svo held ég að flestir séu alveg tilbúnir að veita þessum hópi ákveðinn forgang.“ Hildur segir þá mikilvægt að nú sé unnið „aftur að opnara og frjálsara samfélagi.“ Í hennar starfi snúi það aðallega að skólastarfi, sem hélt áfram með eðlilegra sniði eftir páska, en einnig íþróttastarfi barna, sem Hildur kveðst vilja sjá fara í eðlilegt horf. Eins og stendur eru íþróttir barna og fullorðinna, inni og úti, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, óheimilar. Ósammála Þórólfi Fyrr í þessari viku sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að erfitt gæti reynst að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp, í umræðum um tilslakanir fyrir bólusetta eldri borgara. Slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld þar hefðu lent í vandræðum. Kvaðst hann ekki telja líklegt að farið yrði í slíkar aðgerðir hér á landi og að erfitt gæti orðið að fylgja slíkum reglum eftir. Hildur er ósammála sóttvarnalækni og telur opnun sundlaugar fyrir bólusetta vel framkvæmanlega. „Mér finnst bara hálfgerður uppgjafartónn í því. Ég held að það sé ekki sérlega erfitt í framkvæmd að biðja fólk annað hvort að framvísa bólusetningarskírteini eða hreinlega, ef við værum bara að horfa á eldri borgara, skilríkjum,“ segir Hildur og bætir við að hún efist um að óbólusettir eldri borgarar myndu hætta sér í sund. „Ég held að við þurfum bara að treysta fólki og setja einfaldar reglur um framvísun vottorða eða skilríkja. Ég held að það sé ekki flókið í framkvæmd og ef viljinn er fyrir hendi þá finnum við leiðir,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. 7. apríl 2021 13:49 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. 7. apríl 2021 19:16 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. 7. apríl 2021 13:49
Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05
Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. 7. apríl 2021 19:16