Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 08:57 Tólf tíma vakt er hjá lögreglu og björgunarsveitum á gosstöðvunum í Reykjanesi um helgina. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira