Koma mjaldursins afar óvenjuleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:33 Mjaldurinn í höfninni í dag. Skjáskot Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli. Dýr Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli.
Dýr Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira