Innlent

Stærsti bólu­setningar­dagurinn til þessa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19.
Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm

Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19.

Af þessum rúmlega 6.600 einstaklingum voru 2.330 bólusettir með bóluefni Pfizer/BioNTech og 4301 með bóluefni AstraZeneca. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Til stendur að bólusetja um 280 þúsund einstaklinga hér á landi fyrir veirunni en nú hafa meira en 58.500 fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Það nemur 21 prósent þeirra sem til stendur að bólusetja.

Fram kemur í tilkynningunni að ef miðað er við áætlanir um afhendingu bóluefna gegn Covid í apríl megi búast við því að um næstu mánaðarmót verði um 90 þúsund einstaklingar búnir að fá minnst einn skammt. Það telur um þriðjung þeirra sem til stendur að bólusetja.


Tengdar fréttir

Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca

Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 

Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni

Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna.

Útlit fyrir hjarðónæmi í Bretlandi á mánudag

Allt bendir til þess að hjarðónæmi við kórónuveirunni náist í Bretlandi á mánudag. Spár gera nú ráð fyrir því að 73,4 prósent Breta verði komnir með mótefni við veirunni, annað hvort vegna fyrra smits eða bólusetningar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.