Þekktur strípalingur hljóp framhjá leikmönnum United eftir 14 tíma bið Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 14:30 Olmo García mættur inn á völlinn í Granada í gærkvöld, á leik heimamanna gegn Manchester United. Getty/Álex Cámara Nakinn maður hljóp inn á völlinn eftir fimm mínútna leik hjá Granada og Manchester United á Spáni í gærkvöld, þrátt fyrir áhorfendabann á vellinum. Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01
Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55