Solskjær ekki sáttur þrátt fyrir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:01 Ole Gunnar Solskjær er ekki sáttur með að þrír af leikmönnum sínum séu á leið í leikbann. EPA-EFE/Oli Scarff Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með 2-0 sigur sinna manna í Manchester United gegn Granada í fyrri viðureign 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld. Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira
Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira