Fótbolti

Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan úti­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roma kom til baka og vann 2-1 sigur á Ajax í Hollandi.
Roma kom til baka og vann 2-1 sigur á Ajax í Hollandi. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli.

Í Hollandi mættust Ajax og Roma. Davy Klaasen kom heimamönnum yfir á 39. mínútu eftir sendingu Dusan Tadic. Staðan 1-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu og fór Tadic á punktinn. Honum brást bogalistin og átti það eftir að bíta Ajax í rassinn.

Lorenzo Pellegrini jafnaði nefnilega metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar. Rober Ibanez tryggði Roma svo 2-1 sigur þremur mínútum fyrir leikslok og Rómverjar í góðum málum fyrir síðari leik liðanna.

Í Króatíu var Villareal í heimsókn hjá Dinamo Zagreb. Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Gerard Moreno tryggði Gulu Kafbátunum sigur með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 1-0 Villareal í vil sem er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer eftir viku.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni

Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli.

Dramatík undir lok leiks á Emira­tes-vellinum í kvöld

Nicolas Pépé hélt hann yrði hetja Arsenal gegn Slavia Prag í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir jöfnuðu hins vegar metin í uppbótartíma leiksins og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.