Ekkert við ferð Brynjars að gera Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 15:47 Þórólfur Guðnason segir sárt að sjá fólk fara á svig við tilmæli um sóttvarnir. Brynjar Níelsson er í fríi á Spáni. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ „Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03
Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59