Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 09:31 Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Einar Árnason Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45